Eftir slys er mikilvægt að leita til læknis sem fyrst sem og til lögmanns sem gætir þess að mál þitt fyrnist ekki.

Þegar leitað er til lögmanna Jónatansson & Co. er þér boðið endurgjaldslaust viðtal þar sem lögmenn okkar fara yfir með þér hvaða kostir séu í stöðunni. Ef enginn bótaréttur er fyrir hendi lýkur málinu þar fyrir þig án nokkurs kostnaðar. Ef bótaréttur er hins vegar fyrir hendi tökum við mál þitt að okkur og fylgjum því til enda.

Meðan málið er í ferli fellur oft til ýmis kostnaður, s.s. vegna sjúkraþjálfunar og læknismeðferða og sjáum við um að innheimta allan slíkan kostnað jafn óðum svo þú þurfir ekki að verða fyrir óþarfa fjárútlátum.

Okkar lögmenn sjá um alla gagnaöflun og samskipti við viðkomandi tryggingafélag. Við tryggjum að gagnaöflun sé markviss.

Við öflum matsgerðar um tjónið.

Yfirleitt þegar tryggingafélag er bótaskylt lýkur máli með samkomulagi við tryggingafélag. Stundum rís hins vegar upp ágreiningur, annað hvort um bótaskyldu eða bótafjárhæð. Í þeim tilvikum þarf að vísa málum til viðeigandi úrskurðanefnda og eftir atvikum dómstóla til að fá endanlega niðurstöðu í málið.

Áður en gengið er að endanlegu uppgjöri við tryggingafélögin höfum við samband við þig og förum yfir málið. Ef tjónþoli telur eftir atvikum mat á líkamsáverkum og lágt pössum við upp á að fyrirvari sé gerður við uppgjörið svo tjónþoli geti átt möguleika á því síðar að krefjast bóta vegna frekari tjón sem honum tekst að sanna.

Rekstur slysamáls getur tekið nokkurn tíma. Þegar líðan þín er orðin stöðug eftir slysið, sem oft er um ári seinna, eru afleiðingar slyssins metnar af hlutlausum aðilum og eru bætur í flestum tilvikum gerðar upp á grundvelli mats þeirra. Við gætum hagsmuna þinna við uppgjör bótanna og gætum þess að þú fáir allar þær bætur sem þú átt rétt á.

Back to top