laeknirHeppnaðist ekki læknismeðferð sem þú fórst í? Varðstu fyrir læknamistökum?

Hafir þú orðið fyrir líkamstjóni af völdum meðferðar heilbrigðisstarfsmanns, hvort sem er að ræða á sjúkrahúsi í opinberri eigu eða einkastofu, gætir þú átt rétt á bótum.

Um tjón sem hlýst af læknismeðfeðferð heilbrigðisstarfsmanns gilda lög nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. Ekki er gerð krafa um saknæma háttsemi og ekki er alltaf skilyrði að mistök hafi verið gerð.

Sjúklingatryggingamál geta verið flókin viðureignar og því mikilvægt að tjónþolar læknisþjónustu leiti aðstoðar lögmanns við fyrsta tækifæri.

Uppgjör bóta fer fram á grundvelli skaðabótalaga og því getur tjónþoli átt rétt á greiðslu vegna tímabundins tekjutaps, þjáningabóta, varanlegs miska, varanlegrar örorku og annars fjártjóns.

Bætur samkvæmt sjúklingatryggingalögum greiðast aðeins upp að fyrirfram ákveðnu hámarki í lögunum. Ef tjón þitt er meira getur þú sótt mismuninn í skaðabótamáli á hendur heilbrigðisstarfsmanni/stofnun á grundvelli sakar. Það þýðir að sýna verður fram á saknæma háttsemi heilbrigðisstarfsmanns.

Lögmenn Tjónabóta hafa mikla reynslu af málum vegna mistaka í læknismeðferð.

Við könnum bótarétt þinn þér að kostnaðarlausu. Leitaðu til okkar sem fyrst svo þú glatir ekki rétti þínum vegna fyrningar eða tómlætis.

Back to top