umferdLentir þú í umferðarslysi?

Bótaréttur vegna umferðaslysa er afar ríkur á Íslandi. Ef þú hefur orðið fyrir tjóni eru allar líkur á því að bótaréttur sé fyrir hendi, jafnvel þó þú hafir verið í órétti.

Ekki þarf að sanna sök þegar krafist er bóta vegna umferðaslysa. Ef það var slys þá skapast réttur til bóta.

Þú átt rétt á bótum vegna líkamstjóns, hvort sem þú ert ökumaður eða farþegi.

Greiddar eru bætur fyrir tímabundið tekjutjón, ef það á við, þjáningabætur, bætur fyrir varanlegan miska, bætur fyrir varanlega örorku og annað fjártjón.

Þá er allur útlagður kostnaður einnig greiddur af viðkomandi vátryggingafélagi og sjáum við um að innheimta hann fyrir þig jafnóðum.

Þú gætir átt rétt á bótum. Lögmenn okkar upplýsa þig um réttarstöðu þína þér að kostnaðarlausu.

Leitaðu til okkar sem fyrst svo þú glatir ekki rétti þínum vegna fyrningar eða tómlætis.

Back to top