fritimiLentir þú í óhappi í frítíma þínum?

Þá kanntu að eiga rétt á bótum úr eigin tryggingum. Almennt eru tryggingar vegna frítímaslysa hluti af heimilistryggingu fólks. Þá getur bótaréttur verið til staðar hjá Sjúkratryggingum Íslands ef slys gerist við heimilisstörf. Einnig getur slysatrygging launþega gilt ef kjarasamningur gerir ráð fyrir bótum í frítíma.

Við könnum bótarétt hvers og eins miðað við skilmála þeirra trygginga sem hann fellur undir.

Afar mikilvægt er að tilkynna slys í frítíma innan árs til viðkomandi vátryggingafélags því annars getur bótaréttur glatast eftir atvikum. Hafir þí hins vegar ekki mátt gera þér raunverulega grein fyrir tjóninu strax í upphafi geta tímafrestir orðið lengri, allt eftir atvikum.

Greiðsla bóta fer fram á grundvelli vátryggingaskírteinis og skilmálum viðkomandi tryggingar. Tjónþoli á rétt til bóta fyrir varanlegar afleiðingar slyssins en einnig er algengt að hann eigi rétt til endurgreiðslu á sjúkrakostnaði uppáð ákveðnu marki og greiðslu dagpeninga vegna tímabundinnar óvinnufærni.

Láttu okkur kanna fyrir þig hvort þú eigi rétt á bótum vegna slyss í frítíma.

Mikilvægt er að kanna bótarétt sem fyrst svo þú glatir ekki rétti þínum vegna fyrningar eða tómlætis.

 

Back to top