likamsVarðstu fyrir líkamsárás?

Þá áttu mögulega rétt á bótum frá árásarmanninum eða íslenska ríkinu.

Ef bótaréttur er til staðar skal árásamaðurinn, eftir atvikum, greiða þér tímabundið tekjutjón, þjáningabætur og bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku hafir þú hlotið varanlegt tjón. Að auki kanntu að eiga rétt til bóta vegna útlags kostnaðar og annars fjártjóns.

Í málum sem þessum er þó stærsti hluti bóta miskabætur, sem dæmdar eru á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga.

Ef árásamaðurinn er ekki fær um að greiða kröfuna á tjónþoli rétt á bótum úr bótasjóði þolenda afbrota samkvæmt lögum nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nái bótafjárhæðin upp í það lágmark sem lögin áskilja. Við sjáum um innheimtu bóta úr ríkissjóði fyrir þig.

Í ákveðnum tilvikum, sér í lagi ef um alvarlega líkamsárás er að ræða, átt þú rétt á að fá tilnefndan réttargæslumann úr hópi lögmanna til að gæta hagsmuna þinna hjá lögreglu og fyrir dómi. Þóknun réttargæslumannsins er þá greidd af ríkinu.

Við könnum rétt þinn þér að kostnaðarlausu. Leitaðu til okkar sem fyrst svo þú glatir ekki rétti þínum vegna fyrningar eða tómlætis.

 

Back to top